7 Desember 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að leigubílstjóra sem hún þarf að hafa tal af vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Sá var að störfum í miðborginni aðfaranótt föstudagsins 25.  nóvember sl. og ók þremur farþegum, karli og tveimur konum, frá skemmtistaðnum Austur í Austurstræti í Kórahverfið í Kópavogi. Lögreglan hvetur leigubílstjórann til að gefa sig fram en vitnisburður hans getur haft mikla þýðingu í umræddu máli. Þá eru þeir sem kunna að geta veitt upplýsingar um áðurnefndan leigubílstjóra vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is