3 Ágúst 2015 10:47

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upplýsingum um manninn á myndunum, en hann er grunaður um innbrot í verslun í verslunarmiðstöðinni Firði aðfararnótt 2.ágúst. Þeir sem hafa upplýsingar um manninn eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1142 eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu LRH.

Um er að ræða karlmann í blárri Hummel íþróttapeysu. Hann er með derhúfu og er skygnið með íslensku fánalitunum. Eins er hann með bakpoka sem merktur er Hummel og HK (Handknattleiksfélag Kópavogs)