18 Ágúst 2016 12:53

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns dökkrar, straumlínulagaðrar bifreiðar sem ekið var aftan á rauða Toyotu Corolla á Sæbraut í Reykjavík, við gatnamót Dalbrautar, á tímabilinu frá kl. 2.30 – 2.45 aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst. Bílunum var ekið austur Sæbraut þegar þetta gerðist en tjónvaldurinn fór strax af vettvangi án þess að skeyta frekar um áreksturinn, en farþegi í Toyotunni slasaðist.

Þeir sem búa yfir vitneskju um bílinn og ökumanninn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, en upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gisli.arnason@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins eða í síma lögreglunnar 444 1000. Lögreglan hvetur jafnframt ökumanninn til að gefa sig fram.