14 Júní 2018 10:57

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns steingrárrar fólksbifreiðar, sem lenti í árekstri við hvítan Hyundai I10 á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar fimmtudaginn 7. júní um kl. 16.20, en umferðaróhappið var tilkynnt til lögreglu í gær. Hyundai bifreiðinni var ekið austur Miklubraut, á miðrein, og þeirri steingráu suður Grensásveg þegar áreksturinn varð, en ökumaðurinn síðarnefndu bifreiðarinnar skeytti í engu um áreksturinn og ók rakleiðis af vettvangi.

Þeir sem búa yfir vitneskju um steingráu fólksbifreiðina og ökumann hennar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gisli.arnason@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan hvetur jafnframt ökumanninn til að gefa sig fram.