28 Apríl 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja manna sem reynt  hafa að brjótast inn í hraðbanka og verslanir undanfarna daga.  Þeir eru taldir vera um þrítugt og eru „útlendingslegir“ á að líta. Meðfylgjandi myndir hafa náðst af þeim úr eftirlitsmyndavélum en á þeirri sjöttu er mynd af tösku eins og þeirri sem notuð var á vettvangi. Þeir sem telja sig þekkja mennina eða búa yfir upplýsingum um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1100.