4 September 2018 14:29

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til meðferðar, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000. Ef einhverjir þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið asmundurg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi mynd er birt á grundvelli 7. tl. 1. mgr. 11. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Hana má eingöngu nota í þessum ákveðna tilgangi og í þetta eina sinn. Myndinni ber að eyða að lokinni notkun. Hvorki má geyma, afrita né nota myndina með nokkrum öðrum hætti í upprunalegu eða breyttu formi. Komist myndin í hendur óviðkomandi af einhverjum ástæðum ber að eyða myndinni án tafar.