24 Ágúst 2018 17:34

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku, sem átti sér stað í Garðabæ í gær, fimmtudaginn 23. ágúst um klukkan 14.15. Árásin átti sér stað á svæðinu við Arnarnesmýri, nánar tiltekið á göngustígum neðan við og meðfram Gullakri og Góðakri í Garðabæ.

Þeir sem voru á ferli á svæðinu á milli klukkan 14 og 15 og kunna að hafa orðið vitni að árásinni, eða geta veitt upplýsingar um málið, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 444-1000, senda póst á abending@lrh.is eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu lögreglunnar.