22 Febrúar 2007 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Reykjanesbraut á móts við Garðheima í Mjódd miðvikudagskvöldið 21. febrúar klukkan 20:14. Þá var svartri Honda Civic fólksbifreið ekið suður Reykjanesbraut. Á móts við Garðheima virðist sem ökumaður fyrrnefndrar bifreiðar hafa misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að ökutækið fór m.a. yfir umferðareyju og hafnaði síðan á upplýsingaskilti. Grunur leikur á að ökumaður Hondunnar hafi verið í kappakstri við annan ökumann. Því er sérstaklega óskað eftir upplýsingum um hitt ökutækið sem þarna kann að hafa komið við sögu. Þeir sem geta varpað ljósi á málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.