23 Febrúar 2007 12:00

Leikskólabörn og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fóru saman í skrúðgöngu frá Hlemmi og að Miklatúni í dag. Tilefnið var Vetrarhátíð sem nú stendur yfir í Reykjavík en 350 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í skrúðgöngunni. Krakkarnir, sem komu frá leikskólum í miðborginni og Hlíðahverfi, tóku lagið með Lögreglukórnum og skemmtu allir sér hið besta. Lúlli löggubangsi var með í för en hann vakti óskipta athygli barnanna.