14 Febrúar 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 6 kg af marijúana í geymsluhúsnæði í Kópavogi í síðustu viku. Karl á fimmtugsaldri, sem kom á vettvang, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en í fórum hans fundust til viðbótar 2kg af marijúana. Maðurinn hefur játað aðild sína að málinu en nær öllum fíkniefnunum hafði verið haganlega komið fyrir í minni sölueiningum. Í framhaldinu var leitað á heimili mannsins í Garðabæ en þar var að finna stóra kannabisræktun, eða um 170 plöntur. Talið er að maðurinn hafi stundað bæði ræktun og sölu fíkniefna í nokkurn tíma. Meðfylgjandi eru myndir frá hinni umfangsmiklu kannabisræktun.