20 Nóvember 2006 12:00

Lögreglan í Reykjavík vill koma á framfæri þakklæti til Landsbjargar fyrir veitta aðstoð um helgina. Fjölmargir björgunarsveitarmenn liðsinntu borgurunum í ófærðinni á sunnudag  en við slíkar aðstæður er gott að eiga að Slysavarnafélagið Landsbjörgu.

Lögreglan í Reykjavík er með samstarfssamning við Landsbjörgu og leitar eftir aðstoð þegar þurfa þykir. Björgunarsveitarmenn hafa veitt ómælda aðstoð í gegnum árin og bregðast ávallt skjótt og vel við þegar kallið kemur. Full ástæða er til að geta þess sem vel er gert og því er þetta nefnt hér.