11 Júní 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti enn eina kannabisræktunina í gær þegar 130 kannabisplöntur fundust við húsleit í íbúð í austurbæ Reykjavíkur. Plönturnar voru á mismunandi stigi ræktunar en að auki fundust um 200 gr. af tilbúnum efnum. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.