31 Mars 2023 12:35

Lögreglu berast enn tilkynningar um  tölvupóst skilaboð þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri er ranglega titluð sendandi og skilaboðin eru ranglega merkt lögreglu, Europol og íslenskum ráðuneytum. Þessi skilaboð eru þó ekki frá ríkislögreglustjóra og viljum við vara fólk við að svara tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem geta fylgt slíkum skilaboðum. Ef þú hefur fengið eða færð póst af þessum toga skaltu tilkynna hann sem ruslpóst/spam í póstforritinu þínu.

Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.

Við vekjum athygli á góðri fræðslu á heimasíðu CERT um vefveiðar sem þessar.

Sjá skáskot af dæmum um svikapósta: