8 Ágúst 2016 10:58

Maður sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað að í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld var handtekinn í umdæminu í morgun. Hann er annar tveggja manna, sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni, en hinn var handtekinn aðfaranótt laugardags og í framhaldinu úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í morgun, hefur verið færður til yfirheyrslu, en ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu yfir honum hefur ekki verið tekin.