6 Ágúst 2016 11:39

Tveir eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar aðgerða hennar og sérsveitar ríkislögreglustjóra í Fellahverfi í Breiðholti í gærkvöld og nótt. Um er að ræða karl og konu, en maðurinn er grunaður um að vera annar tveggja sem stóð að skotárásinni. Hins er enn leitað, sem og þeirra sem voru í ökutækinu sem skotið var á. Það er rauður Toyota Yaris, en viðbúið er að rúður á hægri hlið bílsins séu brotnar. Bíllinn er enn ófundinn, en þeir sem vita hvar hann er niðurkominn eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Lögreglan hvetur hinn manninn sem er grunaður um skotárásina til að gefa sig fram, sem og fólkið sem var í bílnum sem skotið var á. Þeir sem búa yfir upplýsingum um þá sem leitað er að eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.