19 Júlí 2016 01:30
Karlmaður um þrítugt var handtekinn í heimahúsi í Grafarholti nú fyrir skömmu, en maðurinn hafði látið ófriðlega í húsinu og m.a. brotið rúður. Tilkynning um manninn, sem var óvopnaður, barst lögreglu laust fyrir klukkan tíu í kvöld og var sérsveit ríkislögreglustjóra send á vettvang, en talið var að maðurinn væri hættulegur bæði sjálfum sér og öðrum. Íbúar yfirgáfu húsið skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. Sérþjálfaðir samningamenn voru í framhaldinu kallaðir til. Húsið er í botnlanga og var lokað fyrir umferð um götuna. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.