11 September 2020 18:42

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra, en upphaf málsins var tilkynning sem barst rétt fyrir klukkan fimm um mann sem ógnaði par með eggvopni við Skarðshlíðarskóla. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins og var nærliggjandi götum lokað á meðan leitin að manninum stóð yfir, en hann fannst í nærliggjandi húsi. Engan sakaði, en fólkinu sem var ógnað við Skarðshlíðarskóla var eðlilega mjög brugðið.