7 Mars 2018 16:53

Sjö karlar voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í vesturbæ og miðborg Reykjavíkur í morgun. Fjórir voru handteknir á fyrrnefnda staðnum og þrír á þeim síðarnefnda. Málin tengjast, en upphaf þeirra er rakið til líkamsárásar í miðborginni í nótt. Við húsleit á báðum stöðum var lagt hald á ætluð fíkniefni. Yfirheyrslur standa enn yfir, en einn sjömenninganna er þegar laus úr haldi lögreglu.

Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.