4 Nóvember 2013 12:00

Í síðustu viku vísaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hjá ríkissaksóknara máli þar sem lögreglumaður er grunaður um refsiverða háttsemi í starfi. Ríkislögreglustjóra var jafnframt gert viðvart um málið en það er hans að meta hvort veita eigi lögreglumanninum lausn frá embætti um stundarsakir meðan málið er til rannsóknar. Lögreglumaðurinn hefur verið leystur undan vinnuskyldu þar til ákvörðun ríkislögreglustjóra liggur fyrir.