30 Apríl 2023 16:12

Lögreglumessa verður haldin í Hjallakirkju á Álfaheiði í Kópavogi mánudaginn 1. maí kl. 17. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar, ávarp flytur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar fyrir altari.

Allir hjartanlega velkomnir.