30 Apríl 2014 12:00

Lögreglumessa verður haldin í Akraneskirkju á morgun, 1. maí, kl. 11. Sr. Eðvarð Ingólfsson þjónar fyrir altari, ræðumaður er Theódór Þórðarson yfirlögregluþjónn og Lögreglukór Reykjavíkur syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Allir eru hjartanlega velkomnir en Lögreglukórinn hvetur sérstaklega lögreglumenn, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk í lögreglunni til að fjölmenna og taka þátt í þessum hátíðlega viðburði. Að lokinni messu verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.