30 Apríl 2012 12:00

Lögreglumessa verður haldin í Skálholtskirkju á morgun, 1. maí, kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari en ræðumaður er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar en organisti er Jón Bjarnason. Lögreglukórinn hvetur sérstaklega lögreglumenn, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk í lögreglunni til að fjölmenna og taka þátt í þessum hátíðlega viðburði. Að lokinni messu verður léttur hádegisverður.