9 Janúar 2020 15:24

Í dag tók Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri við skjali úr höndum Davíðs Lúðvíkssonar hjá Vottun ehf til staðfestingar á vottun jafnlaunastjórnunarkerfis Lögreglustjórans á Suðurlandi.  Vottunin var gefin út þann 31. desember s.l.   Með skjalinu er staðfest að Jafnlaunastjónunarkerfi embættisins sé í samræmi við jafnlaunastaðal IST 85

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.  Með lagabreytingunni var lögð sú skylda á hendur fyrirtækja og stofnana sem hafa á að skipa 25 starfsmönnum eða fleirum að verða sér úti um slíka vottun fyrir árslok 2019 og var því nokkur metnaður af hálfu okkar að ná því marki.

Mikil vinna er að baki undirbúnings jafnlaunastjórnunarkerfis og hefur embættið fengið ráðgjöf Guðnýjar Finnsdóttur við þá vinnu sem að mestu hefur verið unnin af s.k. jafnlaunahóp embættisins, þeim Birni Inga Jónssyni verkefnisstjóra, Gróu Hermannsdóttur fjármálatjóra og Oddi Árnasyni yfirlögregluþjóni en með virkri þátttöku yfirstjórnar embættisins sem og annarra starfsmanna allra.

Jafnlaunastefnu embættisins má sjá á vef lögreglunnar (hér)