25 Apríl 2003 12:00

Í tilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennisklæddu lögreglu á Íslandi og til að kynna starfsemi lögreglunnar almennt verður lögreglustöðin í Kópavogi opin almenningi laugardaginn 26. apríl n.k. milli kl. 11:00 og 17:00. Fólki gefst kostur á að skoða húsakynni lögreglunnar og tækjabúnað. Til sýnis verða ýmsir munir tengdir starfinu. Lúlli löggubangsi verður á varðstofunni. Börnum verður gefinn kostur á að setjast upp í lögreglubíla svo og að láta taka af sér fingraför. Börnum verða gefin barmmerki og blöðrur. Sýning á ljósmyndum, gömlum og nýjum, úr safni lögreglunnar verður í gangi. „Veltibíll“ frá tryggingafél. verður í nágrenni lögreglustöðvarinnar og getur fólk „tekið hring“ í honum til að sannfærast um ágæti þess að hafa beltin spennt.  Lögreglustöðin er til húsa að Dalvegi 18.