14 Júní 2023 11:24
Lokað verður fyrir móttöku einaskilaboða á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá og með 15. júní nk. Eftir sem áður er hægt að senda embættinu ábendingar og/eða fyrirspurnir um hvaðeina með einföldum hætti og áfram verður lögð mikil áhersla á svara öllum erindum eins fljótt og verða má. Minnt er á netfangið abending@lrh.is en tölvupóstum sem þangað berast verður svarað á skrifstofutíma alla virka daga. Til hægðarauka verður jafnframt settur upp sérstakur hnappur á fésbókarsíðu embættisins – HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR en ábendingar og fyrirspurnir flytjast beint þaðan til starfsmanna sem eru til svara á abending@lrh.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er þess fullviss að breytingin muni ekki valda neinum vandræðum, en allt kapp er lagt á að veita fésbókarvinum embættisins jafn góða þjónustu hér eftir sem hingað til, þótt hún sé nú í eilítið breyttu formi.
Minnt er á símanúmer þjónustuvers – 444 1000, símsvörun frá kl. 8-16 alla virka daga. Og símanúmerið 112 þegar óska þarf eftir skjótri aðstoð lögreglu.
Lögreglan heldur einnig úti upplýsingasíma – 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.