17 September 2020 10:12

Athygli er vakin á því að um tíma í kvöld, fimmtudaginn 17. september, verður lokað fyrir alla umferð á Sæbraut, á milli Geirsgötu og Dalbrautar, vegna Víðavangshlaups ÍR, en frekari upplýsingar um tímasetningar má sjá á meðfylgjandi korti. Um er að ræða árlegt hlaup ÍR-inga, sem hefur jafnan verið kennt við sumardaginn fyrsta, en vegna Covid-19 var hlaupinu frestað. Dregið hefur verið úr allri umgjörð hlaupsins til þess að lágmarka viðveru keppenda á keppnisstað og þeir hvattir yfirgefa keppnisstað fljótlega eftir að í mark er komið.