30 Ágúst 2023 09:48

Eftirtaldar lokanir eru í gildi vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá:

Landmannalaugar inn á Fjallabak-nyrðra inná F-208
Skaftártungnavegur (vegur 208) frá Búlandi
Inn á Álftavatnskrókinn á vegi F-210 inná F-233
Vestan við vað yfir Hólmsár gatnamót F-210 og F-232

Staðan er metin reglulega með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og almannavörnum.

Brennisteinsvetnismengunar getur gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli og getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum auk þess sem árnar geta flætt yfir bakka og vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnaárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.

Send hafa verið út SMS boð til fólks á svæðinu við Skaftá þar sem varað er við hættunni og það beðið um að yfirgefa svæðið.  Ekki er hægt að útiloka að SMS-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er almenningur beðinn um að hafa það í huga.