31 Júlí 2008 12:00

Litlu svæði í miðborginni verður lokað fyrir umferð á morgun, föstudaginn 1. ágúst, vegna innsetningar í embætti forseta Íslands. Um er að ræða Kirkjutorg við Skólabrú, Templarasund við Vonarstræti og Kirkjustræti við Pósthússtræti og er vegfarendum því góðfúslega bent á að finna sér aðrar leiðir. Þeir sem hyggjast nýta sér bílastæði í miðborginni eru sömuleiðis beðnir að hafa þetta hugfast svo komast megi hjá óþægindum. Umrætt svæði verður lokað fyrir umferð frá hádegi og til hálfsex síðdegis.