10 Ágúst 2019 09:00
Vegna tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld og annað kvöld verður lokað fyrir umferð um Reykjaveg og Engjaveg frá hádegi báða dagana. Suðurlandsbraut verður lokað fyrir umferð síðdegis af sömu ástæðu, en þessar götur verða ekki opnaðar aftur fyrir umferð fyrr en að tónleikagestir eru komnir úr Laugardalnum. Óvíst er hversu langan tíma það mun taka.
Þá minnum við á að tímabundið bann við drónaflugi í Laugardalnum og nágrenni, sem við greindum frá gær, tekur gildi kl. 13 í dag og stendur til miðnættis á morgun.