28 Janúar 2024 18:31

Á morgun, mánudag, kl. 10 verður Grensásvegi í Reykjavík lokað til suðurs frá Suðurlandsbraut að Ármúla vegna færslu lagna á vegum Veitna. Gert er ráð fyrir því að verklok verði ekki fyrr en 31. maí. Hjáleiðir og lokanir verða vel merktar og eru ökumenn beðnir um virða þær og fara varlega. Umferð getur orðið þung á háannatímum vegna mikils umferðarálags á svæðinu.