30 Desember 2016 12:15

Gamlárshlaup ÍR fer fram á morgun, en hlaupið hefst við Hörpu kl 12 og lýkur tímatöku kl. 13.30. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði vel á annað þúsund, en hlaupið er nú haldið í 41 sinn. Sæbraut verður lokuð í báðar áttir vegna hlaupsins, þ.e. báðar akreinar frá Lækjargötu að Holtagörðum. Vakin er sérstök athygli á því að eina opna akstursleiðin að og frá Sundahafnarsvæðinu á meðan á hlaupinu stendur er um Vatnagarða frá Holtavegi.

gamlarshlaup-ir