7 Apríl 2004 12:00

Rauði kross Íslands afhenti í gær Forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík viðurkenningu fyrir framúrskarandi forvarnastarf sem stuðlar að auknu öryggi leikskólabarna í umferðinni. Verkefnið Lúlli löggubangsi var valið sem eitt af fyrirmyndarverkefnum í umferðarfræðslu meðal evrópskra landsfélaga Rauða krossins og Evrópusambandsins árið 2004. Við sama tækifæri fékk Toyota á Íslandi viðurkenningu fyrir stuðning við Evrópusamstarf Rauða krossins í umferðaröryggi og skyndihjálp

Evrópuátak í umferðaröryggi og skyndihjálp hefur varað í þrjú ár og því lýkur formlega í dag, þann 7. apríl, á Alþjóða heilbrigðisdeginum. Á þessum tímamótum var ákveðið að gefa út bækling og geisladisk þar sem finna má yfirlit yfir verkefni á sviði umferðaröryggis og skyndihjálpar sem þykja skara fram úr í Evrópu. Verkefnunum er skipt niðurí eftirfarandi í fimm flokka:

Verkefnið um Lúlla löggubangsa fellur undir annan flokkinn, þ.e. verkefni sem stuðla að réttri hegðun í umferðinni. Forvarnadeild lögreglunnar hafa þegar borist nokkrar fyrirspurnir erlendis frá vegna Lúlla löggubangsa.

Á myndinni má sjá þegar Guðmundur Gígja og Eiríkur Pétursson frá forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík og Björn Vilhjálmsson frá Toyota tóku við viðurkenningarskírteinum úr hendi Svanhildar Þengilsdóttur verkefnisstjóra hjá Rauða krossinum. Á myndinni er einnig Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.