11 Mars 2017 18:10

Eftirgrennslan Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í máli Arturs Jarmoszko hefur ekki enn borið árangur. M.a. hefur verið rætt við fjölskyldu hans og vini til að reyna að varpa ljósi á ferðir og/eða fyrirætlanir Arturs. Á litlu er að byggja enn sem komið er, en málið er tekið föstum tökum hjá lögreglu sem skoðar m.a. tölvu- og símagögn í leit að vísbendingum. Lögreglan fundaði með Landsbjörgu í dag, en ákvörðun um leit að Arturi hefur ekki verið tekin.