14 Október 2015 15:49

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Herði Björnssyni, 25 ára. Talið er að hann sé klæddur í dökkan jakka, svartar buxur og gráa peysu. Hörður er 188 sm á hæð, grannur og með hvítt, sítt hár og rautt skegg. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04 síðastliðna nótt og var hann þá ekki í skóm. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Harðar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.
Hörður Björnsson