5 Maí 2020 11:44

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðu og hvítu mótorkrosshjóli af gerðinni Honda CRF 250R, með skráningarnúmerið RZ324, en því var stolið úr bílageymslu í Þverholti/Rauðarárstíg í síðustu viku. Sjáist hjólið í umferðinni þá vinsamlegast hringið tafarlaust í 112, en upplýsingum um hvar það er niðurkomið má sömuleiðis koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.