8 Nóvember 2017 15:40
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Toyota Rav með skráningarnúmerið HML75, en bílnum var stolið í Grófarsmára í Kópavogi um síðustu helgi, eða á bilinu frá kl. 19 á föstudagskvöldi til kl 10.30 á laugardagsmorgni. Sjáist bíllinn í umferðinni skal hringja tafarlaust í 112, en upplýsingum um hvar bíllinn er niðurkominn má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gunnarh@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í bílnum, sem hefur verið hækkaður upp um 2 tommur, var einnig grátt reiðhjól af gerðinni Cube. Meðfylgjandi er mynd af samskonar bíl og lýst er eftir.