19 Október 2015 15:10

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð þegar ekið var á hvíta Peugeot bifreið við Shell Grjóthálsi í Reykjavík föstudaginn 2. október sl., en tilkynning um áreksturinn barst klukkan 07:56. Þar var ekið á hægri afturhorn Peugeot bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún kastaðist upp á gangstétt en litlu mátti muna að hún færi á gangandi vegfaranda.

Við hvetjum ökumann hinnar bifreiðarinnar til að hafa samband við lögreglu. Þeir sem urðu vitni að árekstrinum, eða geta veitt upplýsingar um málið, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst í netfangið asgeir.gudmundsson@lrh.is