6 Ágúst 2015 15:14

Lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við innbrot verslunarmiðstöðinni Firði um síðustu helgi og hafa yfirheyrslur yfir honum farið fram. Þar var brotist inn í skartgripaverslun, en verðmæti þess sem stolið var hleypur á milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðilum. Maðurinn neitar sök en honum var sleppt í kjölfar yfirheyrslna og húsleitar.

Rannsókn málsins hófst um leið og innbrotið uppgötvaðist að morgni sunnudagsins 2.ágúst. Í kjölfarið fundust föt sem talin eru hafa verið notuð af innbrotsaðila á tveimur stöðum í miðbæ Hafnarfjarðar en þar fundust einnig umbúðir utan af hluta þeirra skartgripa sem stolið var.

Rannsókn málsins heldur áfram.