1 September 2004 12:00

Klukkan 22:39 í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að maður hafi verið laminn í höfuðið með exi á veitingastaðnum A-Hansen í Hafnarfirði. Maður og kona, sambýlisfólk á þrítugsaldri, voru handtekin nokkru síðar í heimahúsi í Hafnarfirði, grunuð um aðild að verknaðinum.
 
Tveir menn hlutu meiðsl í árásinni og voru fluttir á Landspítala háskólasjúkrahús, Fossvogi. Fékk annar þeirra að fara heim að skoðun lokinni en hinn, sem var með talsverða áverka á höfði og í andliti, þurfti frekari aðhlynningar við. Hann er ekki talinn í lífshættu.
 
Yfirheyrslur hafa staðið yfir sakborningum og vitnum í dag og fram á kvöld, auk þess sem leit hefur verið gerð í íbúð sakborninga og bílum er þau hafa til afnota. Exi, sem talið er að notuð hafi verið við verknaðinn, fannst falin á heimili þeirra.
 
Konunni var sleppt úr haldi lögreglu klukkan 19:45 í kvöld. Krafa var í dag gerð í Héraðsdómi Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manninum til 15. október nk. og er úrskurðar að vænta klukkan 11:00 á morgun. Hann verður í haldi lögreglu þangað til.  Rannsókn málsins heldur áfram.

Klukkan 22:39 í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að maður hafi verið laminn í höfuðið með exi á veitingastaðnum A-Hansen í Hafnarfirði. Maður og kona, sambýlisfólk á þrítugsaldri, voru handtekin nokkru síðar í heimahúsi í Hafnarfirði, grunuð um aðild að verknaðinum.

Tveir menn hlutu meiðsl í árásinni og voru fluttir á Landspítala háskólasjúkrahús, Fossvogi. Fékk annar þeirra að fara heim að skoðun lokinni en hinn, sem var með talsverða áverka á höfði og í andliti, þurfti frekari aðhlynningar við. Hann er ekki talinn í lífshættu.

Yfirheyrslur hafa staðið yfir sakborningum og vitnum í dag og fram á kvöld, auk þess sem leit hefur verið gerð í íbúð sakborninga og bílum er þau hafa til afnota. Exi, sem talið er að notuð hafi verið við verknaðinn, fannst falin á heimili þeirra.

Konunni var sleppt úr haldi lögreglu klukkan 19:45 í kvöld. Krafa var í dag gerð í Héraðsdómi Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manninum til 15. október nk. og er úrskurðar að vænta klukkan 11:00 á morgun. Hann verður í haldi lögreglu þangað til.  Rannsókn málsins heldur áfram.