6 Október 2017 09:39
Á mánudag var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð að húsi í austurborginni vegna andláts. Á vettvangi var ljóst að eldur hafði kviknað í íbúðinni en ekki náð að breiða úr sér og slokknað. Unnið er að rannsókn málsins, þ.m.t. tæknirannasókn, en málið er ekki rannsakað sem sakamál og ekki er unnt að gefa frekari upplýsingar á þessu stigi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra kemur að rannsókninni, eins og venjan er þegar slík atvik koma upp. Hinn látni var á áttræðisaldri og er ekki hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.