29 Júní 2021 13:48

Á tólfta tímanum í dag var tilkynnt um karlmann í nágrenni lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sem grunur var um að hefði skotvopn undir höndum. Brugðist var skjótt við og handtók sérsveit ríkislögreglustjóra manninn á göngustíg við Sæbraut skömmu fyrir hádegi.

Lagt var hald á skotvopnið, en ekki er vitað hvað manninum gekk til.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.