26 Júní 2023 10:50

Í kvöld er stefnt á að malbika Suðurlandsveg í Reykjavík, meðfram Rauðavatni. Veginum verður lokað í norðurátt og hjáleið verður um Höfðabakka og Bæjarháls. Vinnan mun standa yfir frá kl. 19 – 5 í nótt.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.