7 Júní 2018 09:34
Í dag verður áfram unnið við að malbika og fræsa götur á höfuðborgarsvæðinu og verða vinnuflokkar m.a. að störfum á Laugarnesvegi, Suðurgötu (sunnan Hjarðarhaga) og í Einarsnesi. Í dag á líka að fræsa og malbika hægri akrein og öxl á Vesturlandsvegi í átt að Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg að hringtorgi við Skarhólabraut. Þar verður þrengt um eina akrein og búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Enn fremur er áætlað að malbika ramp frá Breiðholtsbraut niður að Reykjanesbraut á milli kl. 13 og 21, en rampinum verður lokað og hjáleið verður um Dalveg.
Loks má nefna framkvæmdir í kvöld og nótt en stefnt er að því að malbika báðar akreinar á Bústaðavegi, frá gatnamótum við Suðurhlíð að brú yfir Kringlumýrabraut. Þrengt verður í eina akrein meðan á þessu stendur. Athygli er vakin á því að í lokunarplani er einnig lokun fyrir ramp í átt að Hafnarfjarðarvegi. Áformað er að vinna hefjast um kvöldmatarleytið og standi yfir fram undir morgun aðfaranótt föstudagsins 8. júní.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.