7 Júlí 2021 15:55

Á morgun, fimmtudaginn 8. júlí, eru fyrirhugaðar malbiksviðgerðir á Hringbraut í Reykjavík. Unnið verður á akreinum sem liggja frá Melatorgi við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar og niður að Grandatorgi við Eiðsgranda.

Byrjað verður á viðgerðum á akreinum sem liggja frá Suðurgötu og að Eiðsgranda. Unnið verður á annarri akreininni í einu og því þrengist að umferð. Eftir að búið er að klára viðgerðir í þeirri akstursstefnu verður unnið að viðgerðum frá Eiðsgranda og í átt að Suðurgötu.

Framkvæmdir hefjast um klukkan 9 og standa fram eftir degi. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar, hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.