13 Ágúst 2019 06:53

Í dag, þriðjudag, verður unnið við malbiksviðgerðir á Sogavegi við Bústaðaveg. Vegna þessa þarf að loka fyrir umferð af Bústaðavegi inn á Sogaveg en opið verður fyrir umferð inn á Bústaðaveg. Vinna við framkvæmdirnar hefjast kl: 8:30 og mun standa fram að hádegi. Ökumenn eru beðnir um að virða merkingar og sýna þolinmæði og tillitssemi.