1 Mars 2023 19:06
Í vikunni stóð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, fyrir vel heppnaðri málstofu um málefni barna og samfélagslöggæslu. Á málstofunni var farið yfir íslenskan veruleika í málaflokknum, en fulltrúar bæði lögreglu og sveitarfélaga voru með mjög áhugaverð erindi og kynningar. Mikilvægi fornvarnarstarfs verður seint ofmetið og á þeim vettvangi eru ýmsar áskoranir, ekki síst í því fjölmenningarlega þjóðfélagi sem Ísland er orðið og var það m.a. til umfjöllunar á málstofunni. Góðir gestir sóttu okkur heim vegna þessa og má þar sérstaklega nefna tvo írska lögreglumenn, þá Dermot McKenna og Aiden Murphy. Þeir starfa í Dyflinni og miðluðu til okkar áhugarverðum hlutum sem samfélagslöggur þar eru að fást við. Dermot og Aiden sögðu okkur frá hinni svokölluðu Írsku leið i þessum efnum og var það einkar fróðlegt. Sjálfsagt hefur það verið gagnkvæmt enda margt jákvætt sem við erum að gera í sama málaflokki á Íslandi, en í grunninn snýst samfélagslöggæsla um að lögreglumenn byggi upp jákvæð tengsl við samfélögin sem þeir þjóna. Markmiðið er að draga úr glæpum og óreglu, en þessi nálgun leggur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir eins og samfélagsstarf, lausn vandamála og samfélagsþátttöku.
Á myndunum má sjá nokkra af þátttakendunum, en írsku gestirnir tveir eru með íslenskum kollegum, Unnari Þór og Sigrúnu Sjöfn, á efri myndinni.