7 Júní 2017 23:04
Karlmaður um fertugt var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi í kvöld, en þangað var hann fluttur eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Mosfellsdal. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 18.24 og fór fjölmennt lið lögreglu þegar á vettvang. Rannsókn málsins er umfangsmikil, en fimm karlar og ein kona hafa verið handtekin í þágu hennar.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.