14 Febrúar 2021 15:17

Karlmanni á fertugsaldri var ráðinn bani í austurborginni um miðnætti í gærkvöld, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 23.57. Áverkar eftir skotvopn fundust á líki mannsins. Rannsókn málsins er í algjörum forgangi hjá embættinu og er í einn haldi vegna hennar. Að öðru leyti er vísað til tilkynningar lögreglu um málið frá því fyrir hádegi.

Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram.