9 Mars 2021 15:20

Þrír voru  í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 6. apríl, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni í síðasta mánuði. Öllum þremur hafði áður verið gert að sæta farbanni vegna málsins.

Fjórir eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fimm hafa verið úrskurðaðir í farbann.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.