15 Ágúst 2010 12:00

Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í dag. Rannsóknin bendir til að manninum, sem var á fertugsaldri, hafi verið ráðinn bani á heimili sínu, þar sem aðstandandi kom að honum látnum, með eggvopni s.l. nótt. Lögreglan hefur í dag verið í mikilli gagnaöflun og auk þess unnið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Lögreglan hefur í dag og í kvöld yfirheyrt fjölmarga í tengslum við málið en það hefur ekki enn leitt til þess að ljóst sé um málsatvik. Rannsókn málsins heldur áfram.